Apologies for interrupting your experience.
This publication is currently being maintained by the Magloft team. Learn more about the technology behind this publication.
Manage your subscription to this publication here or please contact the publisher RAFMENNT for an update.
source: https://www.rafmennt.is/is/skolinn/frettir/utskrift-rafmenntar-og-afhending-sveinsbrefa-desember-2024
Útskrift Rafmenntar og afhending sveinsbréfa desember 2024.Útskrift meistaranema, kvikmyndatækni og afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun voru afhend við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica þann 20. desember.
Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.
10 nemendur útskrifuðust úr Kvikmyndatækni. 29 meistaranema. 24 rafvirkjar luku sveinsprófunum að þessu sinni. 7 rafeindavirkjar útskrifuðust.
Dúx í Kvikmyndatækni var Kristján Loftur Jónsson og hlaut hann verðlaun frá Stúdío Sýrlandi.
Félag Íslenskra Rafvirkja veitti Skafta Þór Einarsyni verðlaun fyrir góðan árangur í skriflega hluta sveinsprófs og Breka Gunnarssyni fyrir verklega hlutann. Breki Gunnarsson fékk einnig verðlaun frá SART fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafvirkjunVerðlaun vegna góðs árangurs í sveinsprófum í rafeindavirkjun frá Félagi Rafeindavirkja hlutu Albert Snær Guðmundsson fyrir skriflegan árangur og Jakob Bjarki Hjartarson fyrir verklegan árangur. Fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun hlaut Albert Snær Guðmundsson verðlaun frá SART.
Myndir frá athöfn má nálgast á Flickr síðu Rafmenntar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050