Apologies for interrupting your experience.
This publication is currently being maintained by the Magloft team. Learn more about the technology behind this publication.
Manage your subscription to this publication here or please contact the publisher RAFMENNT for an update.
Rafbók
Segulliðastýringar
Inngangur
Stýring þýðir að stjórna eða hafa stjórn á virkni hlutanna sem stýrt er. Það er ekki nóg að hafa aðgang að rafmagni við verðum líka að geta stjórnað því t.d. hvenær kveikt er á ljósi og hvenær slökkt. Í þessum kafla verður áherslan á handstýrða rofa. Grundvallaratriði í öllum stýringum er snertan. Snertan gerir okkur kleift að rjúfa straum að tæki eða kveikja á tæki.
Snerta:
Er leiðandi málmhlutur sem hægt er að stýra handvirkt eða sjálfvirkt hvort hann er látinn leiða straum eða ekki.
Rofi: (liði)
Er snerta ásamt búnaði til að láta snertuna leiða eða leiða ekki, handvirkt eða sjálfvirkt.

Mynd 1.1. Uppbygging snertu

Opin snerta (leiðir ekki straum)
Lokuð snerta (leiðir straum)
Mynd 1.2. Snerta í opinni og lokaðri stöðu.
Tveir möguleikar eru á að láta snertu loka eða opna. 1. Handvirkni Snertan skiptir um stöðu vegna þess að einhver ýtir á rofann. Sem dæmi um þetta eru ljósarofar á heimilum.
2. Sjálfvirkni Snertan skiptir um stöðu vegna einhverrar sjálfvirkni t.d. ljóss, loftþrýstings, tímatalningar o.s.frv. Sem dæmi um þetta er t.d. ljósnæmur rofi sem kveikir á útiljósum þegar fer að dimma.

Mynd 1.3. Hér er lokuð straumrás og peran lýsir því.

Mynd 1.4. Ein aðferð til þess að rjúfa straumrásina er einfaldlega að taka úr sambandi. Flokkast varla sem stýring

Mynd 1.5. Önnur aðferð er að skrúfa peruna úr perustæðinu. Varla heldur skilgreint sem stýring

Mynd 1.6. Hér er hinsvegar búið að setja handvirkan rofa inn í straumrásina og því hægt að rjúfa hana og slökkva á perunni.

Mynd 1.7. Hér getum við hugsað okkur að notuð sé einhverskonar sjálfvirkni til þess að rjúfa strauminn að perunni. Þetta getur t.d. verið ljósnæmur skynjari, tímaskynjari, fjarstýrður rofi, tölva o.s. frv.
Handstýrðir rofar.
1. Tenging fyrir rof (Make before break) Tengir nýja stöðu áður en hann rýfur eldri stöðu.

Mynd 1.8. Tenging fyrir rof. Ætlum að skipta úr stöðu 12 í stöðu 1. Sjáum á myndinni í miðjunni að snertan tengir sig við 1 áður en hún af tengir sig frá 12.
2. Rof fyrir tengingu (Break before make) Rýfur eldri stöðu áður en hann tengir nýja stöðu.

Mynd 1.9. Rof fyrir tengingu. Ætlum að skipta úr stöðu 12 í stöðu 1. Sjáum á miðjumyndinni að snertan tengir sig frá 12 áður en hún tengir sig við 1.

Mynd 1.10
Til eru tvær útgáfur af tveggja stöðu rofa. Önnur útgáfan hefur eina virka (leiðandi) stöðu og eina óvirka. Þannig er t. d. einfaldur veggrofi sem algengur er á heimilum. Hin útgáfan hefur tvær virkar stöður þ.e. leiðir straum í báðum stöðum. Þetta er svokallaður samrofi eða tveggja stöðu valrofi.
Tveggja stöðu rofi með einni virkri stöðu 1-2
Tveggja stöðu rof í með tveimur virkum stöðum 1-2og 1-3

Mynd 1.11. Einfaldur samrofi

Mynd 1.13. Tvöfaldur samrofi.
Samrofi er nokkurskonar tveggja stöðu valrofi. Hann víxlar á milli tveggja virkra staða eða svokallaðra hlaupara.

Mynd 1.12. Samrofinn vix1ar á milli tveggja staða. Hann leiðir því ýmist á milli 1 og 2 eða 1 og 3.

Mynd 1.14. Snertur tvöfa1ds samrofa.