Apologies for interrupting your experience.
This publication is currently being maintained by the Magloft team. Learn more about the technology behind this publication.
Manage your subscription to this publication here or please contact the publisher RAFMENNT for an update.
Rafbók
Segulliðastýringar
Tákn og staðlar.
Við notum ÍST-EN 60617 staðalinn sem er sami staðall og IEC 60617. Þessi staðall inniheldur mýmörg tákn svo aðeins verður stiklað á stóru og þau helstu talin upp.
Tákn liða og snerta..

Mynd 3.1
A1 og A2 eru tengipunktar spólunnar og er A1 yfirleitt fasi og A2 núll eða sameiginlegur póll. Opnar snertur (NO) hafa snertunúmer sem enda á 3 og 4 t.d. 13 og 14 eða 23 og 24. Lokaðar snertur (NC) hafa snertunúmer sem enda á 1 og 2 t.d. 21 og 22. Kraftsnerturnar eru númeraðar frá 1 til 6.
Athugið að fyrra númerið í tveggja talna númeri þýðir númer snertu í liðanum. Það er því ekki hægt að hafa í sama liðanum t.d. opna snertu 23,24 og lokaða snertu 21,22 því það getur bara verið ein snerta númer 2 og hún er annaðhvort opin eða lokuð.
Liðinn getur líka innihaldið sérstakar snertur t.d. víxlsnertu eða viðsnúanlegar snertur og hafa þær snertur sérstök númer. Þegar teikning er hönnuð þarf að vita fyrirfram hvernig segulliða á að nota til þess að snerturnar séu rétt númeraðar.
Sérhönnuð teikniforrit fyrir segulliðastýringar geta tekið inn gögn frá framleiðendum og þá verður númerun snertanna sjálfkrafa rétt.

Mynd 3.2 Kraftliði
Stýriliði 31E
31E á stýriliðanum þýðir að hann hefur þrjár NO snertur og eina NC snertu.

Mynd 3.3 Stýriliði 40E
Hjálparsnertur á stýriliða
Stuðstraumsliði.

Segulloki

Seinn inn tímaliði

Mynd 3.6

Mynd 3.7
Seinn út tímaliði.
Þessi númer 15,16 og 18 miðast við algengustu tímaliða frá Evrópu. Ef tímaliðinn hefur tvö snertupör þá fær seinna snertuparið númerin 25,26 og 28. Einnig þekkist að nota númerin 73 og 74 fyrir opna snertu og 81 og 82 fyrir lokaða snertu hvort sem um er að ræða seinn inn eða út liða.

Mynd 3.8
Enginn staðall er til fyrir snertunúmer tímaliða en þó nota flestir framleiðendur 15 fyrir sameiginlegan punkt á snertu, 16 fyrir NC og 18 fyrir NO. Stundum eru 2 snertupör og þá hefur seinna parið númerin 25,26 og 28.
Seinn inn/út tímaliði

Mynd 3.9